Um okkur

Við erum þrír vinir með yfir 20 ára reynslu af vinnu með ungmennum og börnum í félagsmiðstöðvum og skólum. Menntun okkar spannar sálfræði, tómstunda- og félagsfræði sem gefur okkur djúpan skilning á því hvernig best er að ná til og tengjast ungmennum. Í gegnum feril okkar höfum við sérhæft okkur í að nota leiki og umræður sem verkfæri til að hvetja til náms, sköpunar og tengsla. Hugmyndir okkar að leikjum kviknuðu í félagsmiðstöðvum og á ferðalögum með börnum, þar sem við lærðum hvað gerir leik skemmtilegan, grípandi og auðskiljanlegan.

Í gegnum árin höfum við þróað nokkra leiki og höfum enn fjölmargar hugmyndir í vinnslu. Undanfarin þrjú ár höfum við selt yfir 20.000 eintök af spilunum okkar, sem gerði okkur að mest selda leiknum á Íslandi árið 2024. Leikir okkar eru meðal annars Brain Freeze 1, Brain Freeze 2, Brain Freeze Krakka, Heita Sætið  og Heita Sætið 2.